Skilmálar

Almennir notendaskilmálar / þjónustusamningur

  1. Með notkun og skráningu á síðunni óskar viðskiptavinur eftir því að ESJA Legal ehf. (hér eftir „félagið“) taki að sér að innheimta bætur vegna tafa á flugi, yfirbókunar flugs sem varð til þess að viðskiptavini var ekki hleypt um borð eða var vísað frá borði, eða vegna niðurfellingar flugs. Félaginu eða öðrum aðila sem síðar tekur við réttindum úr hendi félagsins er færður einkaréttur til þess að innheimta bætur fyrir hönd viðskiptavinar.
  2. Félagið innheimtir bætur skv. þeim reglum sem gilda um slíkar bætur skv. reglugerð Evrópusambandsins númer 261/2004, fyrir hönd viðskiptavinar.
  3. Félagið innheimtir aðeins bætur þegar varnarþing flugfélagsins er íslenskur dómstóll, sbr. lög um loftferðir nr. 60/1998 eða 80/2022. Í þeim tilvikum sem varnarþingið er ekki á Íslandi, getur félagið falið erlendum samstarfsaðilum innheimtuna.
  4. Bótaskyld flugfélög, sem ekki bregðast við réttmætum kröfubréfum sem send eru í nafni viðskiptavinar félagsins, eru ábyrg fyrir greiðslu 10 tíma vinnu skv. gjaldskrá ESJA Legal ehf. á hverjum tíma fyrir sig, vegna vinnu í tengslum við mál viðkomandi, eins og fram kemur í kröfubréfum frá félaginu f.h. viðskiptavinar.
  5. Innheimtar bætur eru greiddar inn á fjárvörslureikning félagsins og njóta þeirrar réttarverndar sem um slíka reikninga gilda.

AUm þóknun og kostnað

  1. Þóknunin nemur 25% af greiddum bótum að viðbættum virðisaukaskatti. Innheimtast ekki bætur greiðir viðskiptavinur enga þóknun. Í málum þar sem staðlaðar bætur eru 250 evrur skal greiða jafnvirði 77.5 evra. Í málum þar sem staðlaðar bætur eru 400 evrur skal greiða jafnvirði 124 evra. Í málum þar sem staðlaðar bætur eru 600 evrur skal greiða jafnvirði 186 evra. Krafan er umreiknuð yfir í krónur á gengi Seðlabanka Íslands á kröfudegi.
  2. Félagið greiðir allan útlagðan kostnað viðskiptavinar vegna dómsmáls, sem höfða þarf á hendur flugfélagi, þ.e. vegna þingfestingar, stefnubirtingar og aksturs.
  3. Viðskiptavinur er ábyrgur fyrir þóknun lögmanns og/eða málskostnaðar flugfélags í dómsmáli, enda reynist krafa viðskiptavinar ekki á rökum byggð, tilhæfulaus, og/eða hann sinnir ekki kröfu um afhendingu nauðsynlegra gagna, eða uppi eru önnur atvik sem félaginu verður ekki um kennt og mál tapast af þeim sökum fyrir dómi sbr. 10. – 13. gr.
  4. Allur málskostnaður og vextir á bótafjárhæð, sem tildæmdur er viðskiptavini í dómsmáli, fellur til félagsins

Skyldur viðskiptavinar og samskipti

  1. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess upplýsa félagið tafarlaust, berist honum/henni einhverjar greiðslur frá flugfélaginu vegna þess máls, sem viðskiptavinur hefur falið félaginu að sinna fyrir sig. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess fela ekki þriðja aðila eða aðhafast sjálf/ur við innheimtu kröfunnar, eftir að hafa falið félaginu innheimtu hennar.
  2. Viðskiptavinur skal gera allt sem í hans/hennar valdi stendur, til þess að aðstoða félagið við að innheimta bæturnar. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að greina satt og rétt frá öllum þeim atriðum er kröfu hans varða og útvega þau skjöl og gögn (s.s. farseðla, vegabréfsupplýsingar o.fl.) sem eðlilegt og sanngjarnt er að krefjast, í þeim tilgangi að tryggja framgang innheimtu kröfunnar. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að þau gögn sem hann útvegar félaginu séu rétt og sönn.
  3. Samskipti félagsins við viðskiptavin skulu fara fram í gegnum tölvupóst þann, sem viðskiptavinur gaf upp í umsóknarferlinu. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að svara tölvupóstum frá félaginu hratt og greiðlega og virða þá tímafresti, sem tilgreindir eru í tölvupóstum, s.s. í tengslum við skil á skriflegum málflutningsumboðum. Svari viðskiptavinur ekki tölvupóstum beint til hans af félaginu, innan tilgreinds tímafrests, er félaginu heimilt að álíta sem svo að viðskiptavinur hafi fallið frá beiðni um að félagið innheimti bætur fyrir sig.
  4. Viðskiptavinur lýsir því yfir að hann sé lögráða og hæfur til þess að gera þennan samning við félagið. Viðskiptavinur skal aðeins sækja um bætur fyrir þriðja aðila hafi þeir fullgilda heimild til þess. Viðskiptavinur sem sækir um bætur fyrir þriðja aðila lýsir því yfir að hann beri ábyrgð á þeim kostnaði, sem til getur fallið sbr. 8. gr. skilmála þessara. Forráðamenn ólögráða barna sem sækja um bætur fyrir börnin sín, eru persónulega ábyrgir fyrir þeim ráðstöfunum sem þeir fela félaginu að sinna.
  5. Viðskiptavinur skal upplýsa félagið um bankareikning, sem greiða má bætur viðskiptavinar inn á, innheimtist þær

Dómsmál og fullnusta krafna

  1. Viðskiptavinur veitir félaginu heimild til þess að sækja bæturnar úr hendi flugfélagsins fyrir dómstólum, meti félagið málið líklegt til vinnings. Komi til þess að höfða þarf dómsmál gegn flugfélagi til innheimtu bóta, staðfestir viðskiptavinur að félaginu beri ekki að tilkynna slíkan málarekstur til viðkomandi, umfram það sem greinir í þessum skilmálum.
  2. Viðskiptavinur hefur samþykkt, með undirritun sérstaks umboðs til handa Ómari R. Valdimarssyni lögm., lögmanni félagsins, að höfða dómsmál í sínu nafni. Umboðið felur jafnframt í sér fullt og ótakmarkaða heimild til þess að afla allra gagna, s.s. skýrslna frá opinberum aðilum, leggja fram bótakröfu, semja um bætur, taka við bótum og höfða dómsmál ef þörf krefur til innheimtu bóta vegna atriða sem tilgreind eru í lið 1, sem og fullnusta kröfuna hjá sýslumanni.
  3. Félagið skuldbindur sig til þess að reka mál gegn flugfélaginu fyrir hönd viðskiptavinar með hæfilegum hraða og greiða út bætur til viðskiptavinar, með eins skjótum hætti og framast er unnt. Félaginu er heimilt að segja sig frá málinu á hvaða stigi þess sem er, án þess að tilgreina sérstaklega ástæður þess, en þó skal tryggt að viðskiptavinur verði ekki valdið réttarspjöllum. Félagið greiðir allan útlagðan kostnað viðskiptavinar vegna málsins, þ.e. vegna þingfestingar, stefnubirtingar og aksturs.

Varnarþing og löggjöf

  1. Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir héraðsdómi Reykjavíkur. Sé misræmi í erlendum þýðingum þessa notendaskilmála skal hin íslenska þýðing eingöngu vera álitin hin rétta.