Fáðu greitt allt að 600 evrur þegar fluginu er seinkað

Ef að fluginu þínu hefur verið seinkað, það fellt niður eða yfirbókað á síðustu tveimur árum aðstoðum við þig að sækja bætur til flugfélagsins. Ef um seinkun er að ræða verður seinkunin að hafa náð a.m.k. 2 klukkutímum eða meira til að eiga rétt á bótum. Kynntu þér skilmála okkar hér.

Hvernig virkar þetta?

Einfalt að sækja um

Það tekur örstutta stund að sækja um bætur. Smelltu á hnappinn hér að neðan til að skrá þig inn með rafrænum skilríkjum og senda inn umsókn.

Sækja um

Hvernig virkar þetta?

Fylltu út formið, það tekur aðeins 3 mínútur.

Við förum yfir málið og sendum erindi á flugfélagið sé ástæða til.

Greiði flugfélagið út bætur tökum við 25% af bótunum í þóknun, auk virðisaukaskatts.

Réttindi þín sem farþegi

Örlítið um réttindi

Samkvæmt reglugerð ESB 261/2004 kann flugfarþegi að eiga rétt á bótum í þeim tilvikum sem kynntar eru hér til hægri.

Farþegar sem eru að ferðast til eða frá landi innan Evrópska efnahagssvæðisins og lenda í seinkunum, niðurfellingu flugs eða yfirbókun – sem kemur í veg fyrir að viðkomandi er hleypt um borð – eiga í flestum tilvikum rétt á bótum úr hendi flugfélagsins. Við tökum aðeins 25% af bótunum (plús VSK) sem kunna að greiðast af hálfu flugfélagana, en tapist það tökum við ekkert gjald.

Flug fellt niður

Þegar flugfélög fella niður flugferðir eiga farþegar – að uppfylltum skilyrðum – rétt á bótum í samræmi við lengd flugs, eins of fjallað er um hér til hliðar í „Flugi seinkað“. Þá skal flugfélagið endurgreiða flugmiðana eða koma farþegunum á áfangastað eftir öðrum leiðum, útvega mat og drykk og hótelgistingu ef við á og ferðir á milli flugvallar og hótels.

Yfirbókanir og fleira

Þegar flugfélög yfirbóka vélarnar sínar eða þurfa að neita farþegum um aðgang að flugi, sem þeir hafa greitt fyrir, ber að greiða bætur. Upphæð bótanna veltur á vegalengd flugsins, eins of fjallað er um hér til hliðar í „Flugi seinkað“. Til viðbótar við greiðslu bóta skulu flugfélög í þessum tilvikum – að uppfylltum skilyrðum – bjóðast til þess að endurgreiða flugmiðana eða koma farþegum á áfangastað eftir öðrum leiðum, útvega mat og drykk, hótelgistingu ef við á og ferðir á milli flugvallar og hótels.

Flugi seinkað

Flugfélög eru almennt bótaskyld hafi flugi hjá þeim seinkað um 2 klukkustundir, þegar um er að ræða flugleið sem er skemmri en 1.500km (eins og t.d. á milli Reykjavíkur og Þórshafnar í Færeyjum). Að uppfylltum skilyrðum skulu flugfélög greiða farþegum 250 evrur í bætur, þegar svo stendur á. Þegar vegalengd flugsins er á milli 1.500 og 3.500km, þarf seinkunin að nema a.m.k. 3 klukkustundum, til þess að flugfélagið sé bótaskylt (á við um flest flug frá Keflavík til Evrópu). Að uppfylltum skilyrðum skulu flugfélög greiða farþegum 400 evrur í bætur, þegar svo stendur á. Þegar um er að ræða vegalengdir sem eru meiri en 3.500km, s.s. Ameríkuflug, þarf töfin að nema a.m.k. 4 klukkustundum til þess að vera bótaskyld. Að uppfylltum skilyrðum skulu flugfélög greiða farþegum 600 evrur í bætur, við þær kringumstæður.